Jarðskjálfti í Torfajökli

Í dag (20-Júlí-2019) klukkan 14:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í suðurhluta öskju Torfajökuls. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasti jarðskjálfti með stærðina 3,0 sem varð í Torfajökli varð þann 12-Júlí og það er hugsanlegt að þessi virkni þýði að tímabil aukinnar virkni sé hafið í Torfajökli. Það eru engin augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli en hinsvegar er ekki þekkt hvernig eldstöðin er þegar eldgos hefst og hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Torfajökli. Það besta sem hægt er að gera núna er að fylgjast með stöðunni og sjá hvort að einhver frekari breyting verður á virkni í Torfajökli.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.

Virkni í Torfajökli

Stundum kemur náttúran með eitthvað óvænt. Þetta gildir núna um Torfajökul. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni hafi hafist í Torfajökli þann 27-Janúar-2019 án nokkurar viðvörunar. Greinin um þá jarðskjálftahrinu er hægt að lesa hérna.


Jarðskjálftavirknin í Torfajökli þann 29-Apríl-2019. Línan sem jarðskjálftarnir mynda er orðin ljós. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 3-Maí-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 4-Júní-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 þá kom ég mér upp nýju kerfi (sem enginn annar notar eða notar eitthvað svipað svo að ég viti til) til þess að finna út hvort að eldgos sé að fara að eiga sér stað eða ekki. Þar sem allar eldstöðvar eru öðruvísi þá er alltaf möguleiki á því að ég greini upplýsingar rangt og fái út ranga niðurstöðu. Ég tel hinsvegar miðað við síðustu gögn að eitthvað sé í gangi í Torfajökli. Hvort að þetta muni valda eldgosi er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Ef þetta er á leiðinni að valda eldgosi þá er ekki víst að það verði mikil viðvörun en jarðskjálfti með stærðina 3,0 til 4,5. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 (norður af öskjunni) og vegna þess hversu langt það gaus síðast þá er eldgosa hegðun Torfajökuls ekki þekkt. Síðast gaus vestur af öskjunni árið 1170 eða í kringum það ár.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli klukkan 15:53. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið hingað til í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,8 og 3,3 og þessa stundina eru aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram minni í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar með stærðina 3,8 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi og því er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar sem finnast muni koma fram fram. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á nálægum ferðamannasvæðum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun (20-Apríl-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikið um að vera í Kötlu á þessari mynd. Þar er allt rólegt eins og stendur. Almennt er mjög rólegt á Íslandi þessa stundina.

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.

Lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-Desember-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og þarna fór enginn jarðskjálfti yfir stærðina 2,0. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna hafi verið á breytingar að eiga sér stað í jarðhitakerfum í Torfajökli.

151203_1910
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi tegund af jarðskjálftavirkni á sér stað í Torfajökli vegna þess að kvika stendur mjög grunnt í eldstöðinni. Ég reikna ekki með nein frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Jarðskjálftavirkni í Torfajökli

Síðan um síðustu helgi hefur verið jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og telst vera eðlileg fyrir Torfajökuls eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni á væntanlega upptök sín í breytingum sem eru að eiga sér stað í háhitasvæðum á svæðinu.

150723_2240
Torfajökull er fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að þessi jarðskjálftavirkni muni vara næstu daga til vikur. Það er ekki hægt að segja til með mikilli vissu hversu lengi þessi jarðskjálftavirkni mun vara í Torfajökli. Það er hætta á því að nýjir hverir opnist á þessu svæði og að eldri hverir hætti í kjölfarið. Fólk sem er að ferðast á svæðinu þarf að hafa þetta í huga, þar sem slíkar breytingar geta verið varasamar.