Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu

Síðastliðna nótt (3-Desember-2018) varð jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu (enginn GVP síða, undir Grímsvötn). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.


Þórðarhyrna er suð-vestur af Grímsvötnum. Sést þar sem eru gulir jarðskjálftar merktir inn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 Desember og var til 12 Janúar 1904. Það eldgos var með stærðina VEI=4 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.

Jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum

Samkvæmt fréttum þá er jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum og er búist við því að það nái láglendi á morgun. Ég er ekki að reikna með eldgosi í Grímsvötnum vegna þessa jökulflóðs. Ef það verður eldgos í Grímsvötnum í kjölfarið á þessu flóði þá reikna ég ekki með því að það verði stórt.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þarf eða skrifa nýja grein ef eitthvað stórt gerist.

Örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Þessi aukna jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum bendir sterklega til þess að eldstöðin sé í síðari stigum þess að undirbúa sig fyrir eldgos.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum (fyrir miðju). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Grímsvötnum var árið 2011 og var með stærðina VEI=4 og er líklega stærsta eldgos í Grímsvötnum síðustu 140 árin. Ég reikna ekki með að næsta eldgos í Grímsvötnum verði stórt, það er hinsvegar engin leið til þess að segja til um fyrir víst fyrr en eldgos á sér stað. Það eina sem er öruggt er að ekki er langt í næsta eldgos í Grímsvötnum.


Tími milli eldgosa í Grímsvötnum síðan árið 2000, þessi mynd gefur góða hugmynd um tíma milli eldgosa í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2000 hefur verið eldgos í Grímsvötnum með rúmlega 2200 daga millibili. Það er farið að styttast í þann dagafjölda samkvæmt myndinni að ofan.

Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)

Jarðskjálfti milli Bárðarbungu og Grímsfjalls

Í dag (05-Júlí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á milli Bárðarbungu og Grímsfjalls.

160705_1515
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftann milli Bárðarbungu og Grímsfjalls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti bendir til þess að flækjur séu á leiðinni milli þessara tveggja eldstöðva. Spurningin er hinsvegar hvort að Bárðarbunga og Grímsfjall muni hafa áhrif á hvora aðra á næstunni. Þar sem báðar þessar eldstöðvar eru að undirbúa eldgos. [Hugleiðingar!] Allt það sem ég fæ frá mínum hugsunar módelum eru óljós svör um það sem gæti hugsanlega gert (þar sem ég hef ekki þekkinguna eða tölvuaflið til þess að skrifa þetta niður í tölvuforrit ennþá) er óvissa. Í versta tilfelli þá mun kvikuinnskot frá Bárðarbungu koma inn í Grímsfjall og valda þannig eldgosi. Hinn möguleikinn er sá að kvikuinnskot frá Grímsfjalli fer í Bárðarbungu og veldur þannig eldgosi (athuga: Slíkt gæti valdið frekar stóru og miklu eldgosi sem gæti valdið miklum skaða). Það er einnig möguleiki á því að ekkert meira en jarðskjálftar eigi sér stað. Hinsvegar bendir jarðskjálftavirknin á þessu svæði að engin slík heppni sé til staðar núna á þessu svæði. Hvenær og hvort að þetta mun gerast er ekki hægt að segja til um með neinum hætti. Það eina sem hægt er að gera að vakta þessar eldstöðvar dag og nótt.[/Hugleiðingar!]

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Grímsfjalli

Í gær (17-Mars-2016) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Um er að ræða vikulega virkni í Bárðarbungu sem þarna átti sér stað og hefur þessi virkni verið í gagni síðan í September 2015. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé aftur farinn að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Það erfitt að vita nákvæmlega hversu hratt þetta er að gerast núna. Kvikusöfnunin sem hófst áður en eldgosið í Holuhrauni 2014 átti sér stað hófst í kringum árið 1970.

160318_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Það er einnig áhugavert að hluti jarðskjálftana raðaði sér á norður-suður línu í austur hluta öskjunnar. Það er í fyrsta skipti sem það gerist, þarna hefur því annað hvort myndast nýr veikleiki í öskjunni eða eitthvað annað er að gerast þarna. Þarna er jökulinn í kringum 300 til 500 metra þykkur og eldgos á þessum stað yrði einstaklega slæmt. Jökulflóð í kjölfar eldgoss á þessu svæði færu niður Jökulsá á fjöllum. Hugsanlegt er einnig að eitthvað jökulvatn færi aðra leið, það ræðst þó að landslagi undir jökli og ég hef ekki þær upplýsingar.

Grímsfjall

Það eru fimm ár síðan það gaus síðast í Grímsfjalli. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast hægt og rólega í Grímsfjalli undanfarið ár. Þetta þýðir þó ekki að eldgos sé yfirvofandi í Grímsfjalli. Hinsvegar verða eldgos í Grímsfjalli án mikils fyrirvara. Venjulega verða eldgos í Grísmfjalli að meðaltali á 3 til 5 ára fresti (stundum er styttra eða lengra á milli þeirra).

Jarðskjálftamælirinn á Böðvarshólum

Vegna slæms 3G sambands þá er hugsanlegt að ég þurfi að slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þar sem 3G merkið er það slæmt að það veldur truflunum á mælingunni hjá mér og gerir jafnvel mæligögn léleg eða ónýt vegna þessara truflana sem leka inn í jarðskjálftamælinn frá 3G búnaðinum sem ég er að nota (vegna slæms 3G merkis). Ég ætla að gera tilraun til þess að laga þetta áður en ég flyt aftur til Danmerkur en ef það tekst ekki, þá mun ég slökkva á jarðskjálftamælinum áður en flyt til Danmerkur á ný. Þar sem ég get ekki verið með jarðskjálftamælinn þegar fjarskiptin eru svona léleg eins og raunin er.

Ný rannsókn sýnir að öskuskýið í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum var stærra en talið var

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá hefur komið í ljós í nýlegri rannsókn að umfang öskuskýjanna frá Eyjafjallajökli (2010) og Grímsvötnum (2011) var stórlega vanmetið á sínum tíma. Einnig var vanmetin kornastærðin í þessum öskjuskýjum. Þetta vanmat stafaði frá gervihnattamyndum sem gáfu ekki alveg rétta mynd af stöðu mála. Sú ákvörðun um að loka lofthelginni var því rétt samkvæmt fréttinni.

Frétt Rúv

Viðbrögðin voru hárrétt (Rúv.is, hljóð)