Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan í gær (13-Júlí-2019) hefur verið aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekkert sem bendir til frekari virkni í kjölfarið á þessari auknu jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari auknu jarðskjálftavirkni. Hinsvegar hefur þetta gerst áður án þess að eitthvað meira gerist í kjölfarið. Það hafa komið fréttir af því að mikið vatn sé í kötlum í Mýrdalsjökli og er búist við því að þeir tæmist fljótlega og að jökulflóðið sem komi í kjölfarið verði það stærsta síðan árið 2011. Það er búist við því að þetta jökulflóð úr Mýrdalsjökli verði fljótlega og þá er hugsanlegt að það verði aukning í jarðskjálftum í Kötlu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (18-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er fyrsta jarðskjálftahrinan í Kötlu í langan tíma og hefst þessi virkni óvenjulega snemma í ár.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það komu fram tíu jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Auglýsingar fjarlægðar

Þar sem ég fékk voðalega lítið úr auglýsingum þá hef ég ákveðið að fjarlægja þær. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon hérna.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig beint geta gert það með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar um bankamillifærslu er að finna hérna.

Sterk brennisteinslykt frá Sólheimajökli (Katla)

Í dag (21-Nóvember-2018) gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikillar brennisteinsmengunar frá Sólheimajökli og Jökulsá á Sólheimasandi sem kemur frá Kötlu. Fólki er ráðlagt að forðast svæðið vegna brennisteinsmengunar. Það hefur ekki verið nein aukning í jarðskjálftavirkni í tengslum við þessa brennisteinsmengun.


All rólegt í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki mælst nein jarðskjálftavirkni og það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Þetta mun líklega ekki breytast þar sem mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu allt árið 2018.

Mikil dagleg losun af koltvísýringi frá Kötlu

Samkvæmt nýrri rannsókn þá er gífurleg losun á koltvísýringi frá Kötlu á hverjum degi. Það magn koltvísýringi sem losnar frá Kötlu á hverjum degi telst vera 20 kílótonn samkvæmt mælingum. (1 kílótonn = 1000 tonn). Það er ekki vitað hvort að þetta er jöfn losun á koltvísýringi eða hvort að þetta sveiflist yfir árið. Til þess að það komist í ljós þarf frekari rannsóknir.

Ég veit ekki hversu mikla kviku þarf til þess að losa svona mikið af koltvísýringi en það er alveg ljóst að magn kviku í Kötlu er umtalsvert. Stærsta eldgos í skráðri sögu eldgosa í Kötlu hafði stærðina VEI=5. Eldgosið í Eldgjá var meira kvikueldgos heldur en öskugos og var stærsta eldgos í Kötlu í langan tíma. Það er ekki hægt að spá fyrir um eldgos í Kötlu með löngum fyrirvara. Þetta gildir einnig um aðrar eldstöðvar.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun í Kötlu (Rúv.is)

Jarðskjálftavirkni í suður-hluta öskju Kötlu

Í dag (9-Ágúst-2018) varð jarðskjálftahrina í suður-hluta öskju Kötlu. Það er ekki að sjá að neinn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0.


Jarðskjálftavirknin í suður-hluta öskju Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (8-Ágúst-2018) varð frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu en klukkan 21:39 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálfti var með stærðina 2,4. Þessi jarðskjálftahrina virðist ennþá vera í gangi og því geta stærðir og fjöldi jarðskjálfta breyst með skömmum fyrirvara.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það mælist enginn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftavirkni og það þýðir engin kvika er hérna á ferðinni. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist jökulflóðum sem hafa verið að koma frá Mýrdalsjökli undanfarna daga.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan snemma í morgun (2-Ágúst-2018) hefur verið umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í gær (1-Ágúst-2018) með fáum jarðskjálftum en jókst í nótt og á þessari stundu er hægt að líta svo á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 3,7 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til hafa verið minni að stærð. Engin breyting hefur orðið á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ketill eða jökulvatn að flæða undan Mýrdalsjökli frá hverasvæðum sem þar er að finna og út í Múlakvísl. Ég fékk tilkynningu um slíkt yfir Facebook í gærkvöldi en það hefur ekki mikið komið fram um það í fréttum þegar þessi grein er skrifuð eða staðfest opinberlega ennþá.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (1-ágúst-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist hugsanlegu jökulflóði frá Mýrdalsjökli. Það hafa ekki verið fluttar neinar fréttir af slíku ennþá.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftavirkni getur hinsvegar tekið sig upp aftur í Kötlu án nokkurs fyrirvara eða viðvörunar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Aðfaranótt 13-Júlí-2018 varð jarðskjálftahrina í suðurhluta öskju eldstöðvarinnar Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið en hætta er á því að jarðskjálftahrina hefjist á ný í Kötlu án mikils fyrirvara. Jarðskjálftavirkni byrjar oft að aukast í Kötlu í Júlí.