Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 14:31

Hérna er staða mála í Öskju og Bárðarbungu. Ég hef ekki haft tíma til þess að fara yfir myndir og finna hentungar vegna þeirra stöðu sem er komin upp núna. Hvað gerist í þessu veit ég ekki ennþá.

Staðan í Öskju

  • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu er komið inn í Öskju. Ekki bara sprungusveiminn frá Öskju, heldur inn í sjálfa eldstöðina.
  • Viðvörunarstig Öskju hefur verið fært upp á gult stig.

Staðan í Bárðarbungu

  • Sigdældir hafa sést í Vatnajökli sem er ofan á Bárðarbungu, þær hafa ekki stækkað í nótt samkvæmt athugun vísindamanna í dag.
  • Það jökulvatn sem bráðnaði við þetta virðist hafa farið í Grímsvötn. Þar sem þau hafa hækkað um 10 til 15 metra á síðustu dögum.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil. Bæði í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu. Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 (samkvæmt EMSC, USGS) klukkan 08:13. Stærsti jarðskjálftinn átti sér stað í öskju Bárðarbungu eins og flestir stórir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarið.
  • Í gær urðu yfir 1300 jarðskjálftar í norður enda kvikuinnskotsins.
  • Sprungur eru farnar að koma fram í jörðinni milli Dyngjujökuls og Öskju. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er komið mun hærra en jarðskjálftavirkni bendir til. Sigdældir hafa einnig sést í Dyngjujökli þar sem hann er hvað þynnstur við enda jökulsins.
  • Órói er ennþá mjög hár á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu.

Ástandið er mjög óstöðugt núna og mun breytast án fyrirvara á næstu 24 til 48 klukkutímum. Hugsanlega fyrr. Ég met að það séu 80% líkur á því að eldgos muni núna eiga sér stað bæði í Bárðarbungu og Öskju. Sérstaklega þar sem lítil eldgos hafa átt sér stað undir jöklinum í Bárðarbungu síðustu daga.

Jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju

Í dag (27-Ágúst-2014) klukkan 01:26 varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öskju síðan árið 1992 samkvæmt fréttum. Eins og stendur eru minni jarðskjálftar að eiga sér stað í Öskju, en það eru jarðskjálftar sem eru mun minni en þessi atburður.

140827_1100
Jarðskjálftinn í Öskju er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öskju virðist eiga sér stað vegna breytinga á stressi í jarðskorpunni. Þær breytingar eiga uppruna sinni í þeirri virkni sem núna er í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu sem kemur þaðan. Ég reikna með að frekari jarðskjálftar verði á þessu svæði næstu daga og mánuði vegna þessara spennubreytinga sem núna eiga sér stað í jarðskorpunni. Það er möguleiki á því að einhverjir af þessum jarðskjálftum fari yfir stæðina 5,0. Þessi jarðskjálfti sást á jarðskjálftamælinum mínum og er hægt að sjá hann hérna.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 01:28

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt.

Sérstök smágrein um Öskju

Það eru uppi getgátur um það að kvikuinnskotið muni finna sér leið inn í Öskju. Mér þykir það vera mjög ólíkleg niðurstaða, sérstaklega þar sem slíkt hefur ekki gerst áður milli þessara eldstöðva. Svæðið á milli Bárðarbungu og Öskju er líklega fullt af gömlum kvikuinnskotum sem þýða að líklega kemst kvikuinnskotið ekki í gegnum eitthvað af þessum innskotum (þar sem þetta er eldfjallasvæði, þá þykir mér þetta líklegt). Undanfarna viku hefur kvikuinnskotið verið að fara í gegnum mýkra grjót á þessu svæði. Ég get hinsvegar ekki útilokað að Bárðarbunga hefji eldgos í Öskju með einhverjum öðrum leiðum sem mér eru ekki kunnar. Askja fór að undirbúa eldgos árið 2010, en þá fór kvika að streyma inn í kvikuhólf Öskju á 20 km dýpi. Hinsvegar er eldstöðin ekki tilbúin til þess að hefja eldgos, þar sem ferlið í Öskju virðist vera mjög hægt.

Sérstök smágrein um Tungafellsjökul

Þann 24-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Tungafellsjökli. Þar að auki voru nokkrir aðrir jarðskjálftar að auki í Tungafellsjökli. Það er ekkert sem bendir til þess að virkni sé að fara aukast í Tungnafellsjökli. Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli undanfarið ár sem bendir til þess að kvika hafi verið að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi (meira en 15 km dýpi), en það er ekkert sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin í eldgos. Það eru einnig góðar líkur á því að jarðskjálftarnir séu að eiga sér stað vegna stress breytinga í jarðskorpunni vegna þess sigs sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna. Ég tel afar ólíkleg að Bárðarbunga sé að fara ræsa eldgos í Tungafellsjökli, sérstaklega þar sem Tungafellsjökull hefur ekki gosið síðustu 10.000 árin hið minnsta. Tungafellsjökull er staðsettur vestan við Bárðarbungu og er lítil eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa jarðskjálftar með miðlungsstærð (5,0 til 5,9) að eiga sér stað, þeir jarðskjálftar hafa átt stað í ösku Bárðarbungu vegna sigs í öskjunni. Ástæðan fyrir því virðist vera það að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólf Bárðarbungu er minna heldur en útstreymið eins og er. Þessi lækkun öskjunnar er einnig að valda stress breytingum í jarðskorpunni í kringum Bárðarbungu, hver niðurstaðan af því mun verða veit ég ekki ennþá. Þar sem jarðskorpan bregst hægar við þessu, en það má búast við sterkari jarðskjálftum á þessu svæði í kjölfarið á þessum spennu breytingum. Jarðskorpan á þessu svæði í kringum 46 km þykk á þessu svæði vegna heita reitsins samkvæmt mælingum vísindamanna (nánar hérna á ensku. Þetta er stórt pdf skjal).

Í dag er kvikuinnskotið á svæði sem gaus síðast árið 1797 samkvæmt sögunni. Það hefur verið óvíst hvaða eldstöð gaus því eldgosi, en það hefur oftast verið kennt við Öskju. Hinsvegar hefur komið fram í fréttum í gær (25-Ágúst-2014) að líklega væri umrætt hraun komið frá Bárðarbungu frekar en Öskju. Í dag (26-Ágúst-2014) er kvikuinnskotið rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Síðasta sólarhringinn hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á því svæði. Hinsvegar er sú jarðskjálftavirkni ekki nærri því eins mikil og á aðal svæði kvikuinnskotsins við Dyngjuháls.

140826_0035
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826_0035_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt síðustu 48 klukkustundirnar í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Óróinn er einnig mjög mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Sömu sögu er að segja á SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.25.08.2014.at.17.39.utc
Þensla vegna kvikuinnskotsins hefur verið mjög mikil samkvæmt GPS mælingum. Hægt er að sjá fleiri mælingar hérna. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Ég heyrði í útvarpinu og fjölmiðlum í dag umræðu um það að líklega mundi ekkert eldgos verða vegna þessa kvikuinnskots. Ég er ekki sammála þessu mati vísindamanna. Þar sem það byggir á þeirri forsendu að þar sem djúpir jarðskjálftar séu að eiga sér stað, þá muni líklega ekki gjósa þarna og engin merki eru um það núna að kvikan sé farin að leita upp. Vandamálið við þetta er að þau gildi sem eru notuð eru röng og hreinlega passa ekki við þau umbrot sem hérna eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot mun valda eldgosi. Það gæti auðvitað ekki gosið, það er alltaf möguleiki. Ég hinsvegar tel það vera minnst líklegasta möguleikann í þessu ferli sem núna er í gangi í Bárðarbungu. Kvikuinnskotið mun halda áfram að búa til leið fyrir sjálft sig þangað til að það lendir í mótstöðu sem það kemst ekki í gengum, og þá mun verða einfaldara fyrir það að fara upp frekar en niður. Ég veit ekki hvenær þetta mun gerast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slíka atburði langt fram í tímann.

Ný jarðskjálftahrina í Herðubreið

Þann 13-Maí-2014 og í gær (14-Maí-2014) var ný jarðskjálftahrina í Herðubreið, auk jarðskjálftahrinunnar í Herðubreiðartöglum. Þessi jarðskjálftahrina er að einhverju leiti ennþá í gangi.

140514_1935_myvatn
Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði dettur niður á milli þess sem hún eykst á ný. Ég veit ekki afhverju þetta er svona. Í þessari jarðskjálftahrinu voru mjög fáir jarðskjálftar stærri en 2,4. Yfir 100 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu þann tíma sem toppurinn í virkninni varði. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna muni gjósa á þessu svæði í næstu framtíð. Líklegt er að jarðskjálftahrinur muni halda áfram á þessu svæði.

Staðan í Herðubreiðartöglum þann 12-Maí-2014

Þetta er síðasta uppfærslan um stöðuna í Herðubreiðartöglum í bili.

Síðustu helgi þá minnkaði jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, bæði í fjölda jarðskjálfta sem urðu ásamt því að stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað minnkuðu. Enginn jarðskjálfti sem varð um helgina náði stærðinni 2,0 sýnist mér.

140512_1630
Jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum í dag (12-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki lokið í Herðubreiðartöglum, það er ennþá jarðskjálftavirkni að eiga sér stað þarna. Hinsvegar hefur dregið mjög úr þeirri virkni sem þarna á sér stað og því er óþarfi fyrir mig að skrifa um það. Ef meiriháttar breytingar verða í jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, þá mun ég setja inn upplýsingar um þá virkni hérna.

Staðan í Herðubreiðartögl þann 9-Maí-2014

Hérna er stutt yfirlit yfir stöðina í Herðubreiðartögl eins og hún er þann 9-Maí-2014.

Síðasta sólarhringinn hefur dregið mjög úr jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum, enda hafa stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn eingöngu náð stærðinni 2,0. Jarðskjálftavirkni heldur áfram þarna en er miklu minni en áður, hinsvegar virðist þessi jarðskjálftahrina ekki vera búin eins og er. Þó að þessi jarðskjálftahrina hafi núna varið í rúmlega sjö daga.

140509_1905
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl eins og hún var í dag. Það sést á þessari mynd að jarðskjálftahrinan er mun minni í dag en í gær (8-Maí-2014) og undanfarna daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509_1905_tracer
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig vel fram í jarðskjálfta-teljaranum sem er á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.09.05.2014.at.19.35.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á óróaplottinu. Þar sem minna kemur fram á bláu línunni (2-4Hz) þegar jarðskjálftum fækkar í Herðubreiðartöglum. Eitthvað af virkninni sem hérna sést er frá suðurlandinu og af Reykjaneshrygg vegna jarðskjálftavirkni þar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.09.05.2014.19.23.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á tromluriti Veðurstofu Íslands. Eitthvað af jarðskjálftum þarna er frá Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum er ekki nægjanlega stór til þess að sjást á þeim jarðskjálftamælum sem ég rek, til þess að það gerist þá þurfa jarðskjálftarnir að hafa stærðina 3,0 eða stærri, svo að þeir sjáist almennilega að minnstakosti. Hægt er að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem kemur fram á jarðskjálftamælunum mínum hérna. Þarna sjást allir þeir jarðskjálftar sem eru nógu stórir til þess að koma almennilega fram á mínum jarðskjálftamælum. Þegar þetta er skrifað eru það jarðskjálftar yfirleitt stærri en 3,0 sem eiga sér stað núna (þegar þetta er skrifað).

Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Jarðskjáltavirkni í Heklu, Öskju og Tjörnesbrotabeltinu

Það að styrkja mig hjálpar mér að reka þetta blogg og jarðskjálftamælanetið sem ég er með á Íslandi. Vefsíðan með jarðskjálftamælunum mínum er að finna hérna.

Eldstöðin Hekla

Í gær voru smáskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta var stærri en 1,2 og voru með dýpið í kringum 8,4 km. Þessi jarðskjálftavirkni var í sprungusveim sem liggur frá Heklu til suðvesturs.

130424_0235
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað þarna í nokkur ár núna. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þetta gæti verið bara hefðbundin jarðskjálftavirkni og ekkert meira. Óvissustig hefur verið aflétt af Heklu síðan fljótlega eftir páska. Óvissustigi var aflétt vegna skorts á virkni í Heklu.

Eldstöðin Askja

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Öskju síðustu daga. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur náð stærðinni 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 18 til 22 km. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þessir jarðskjálftar eigi upptök sín í kvikuhreyfingum frekar en jarðskorpuhreyfingum í Öskju.

130424_1440
Jarðskjálftar í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Tjörnesbrotabeltinu eftir stóru jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 2. Apríl 2013. Jarðskjálftavirknin hefur ekki hætt, en dregið hefur úr jarðskjálftavirkninni umtalsvert á síðustu þrem vikum. Þó er jarðskjálftavirkni ennþá viðvarandi á Tjörnesbrotabeltinu.

130424_1650
Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftavirknin er bundin við tvö svæði eins og staðan er núna. Ný virkni hefur einnig verið að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vonlaust, í besta falli mjög erfitt að segja til um það hvað gerist á Tjörnesbrotabeltinu í framtíðinni. Mikil spenna er ennþá til staðar á Tjörnesbrotabeltinu þó svo að þar hafi átt sér stað jarðskjálftar undanfarnar vikur. Á þessari stundu er hinsvegar rólegt. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega og án viðvörunar. Það er ómögurlegt að segja til um það hvenar virknina gæti tekið aftur upp á Tjörnesbrotabeltinu.