Jarðskjálftavirkni hefst í eldstöðinni Reykjarnes (vestan við Grindavík)

Í gær (14. Febrúar 2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 vestur af Grindavík. Þetta er bara einn af mörgum jarðskjálftum á þessu svæði sem hafa orðið undanfarið. Jarðskjálftavirkni þarna er núna orðin stöðug og sýnir ekki nein merki um að fara að stöðvast. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöð sem heitir Reykjanes (langt vestur af Grindavík). Fjallið Þorbjörn er ofan á annari eldstöð. Það virðist sem að báðar eldstöðvar á þessu svæði séu að verða virkar og það er ekki gott.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Það sést vel hvernig jarðskjálftavirknin sem tengist eldstöðvum er alltaf Suður-vestur til Norð-austur. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag er mjög flókin og þar sem þetta fór ekki þá leið að gjósa strax þá mun þetta ferli taka marga mánuði. Það hefur aðeins dregið úr þenslu á þessu svæði á sama tíma og aukning hefur verið í jarðskjálftavirkni. Það að eldstöðin Reykjanes (vestan við Grindavík) er einnig orðin virk flækir málið ennþá meira þar sem eldgos þar yrðu að mestu leiti úti í sjó og það mun þýða öskugos til lengri eða styttri tíma.

Staðan á Reykjanesi þann 4. Febrúar 2020

Í gær (4. Febrúar 2020) varð ekki nein stór breyting á jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Það hafa að mestu leiti komið fram litlir jarðskjálftar og það urðu um 100 jarðskjálftar í gær en þeir voru allir litir að stærð. Það sjást ekki nein merki um það að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið samkvæmt nálægum SIL jarðskjálftamælum. Þenslan er í kringum 55mm til 60mm samkvæmt nýjustu fréttum. Eina breytingin sem ég merki er örlítil færsla á jarðskjálftum til norð-austurs frá því sem var en það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni á suður-vestur enda þessar jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í gær (4. Febrúar 2020) á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þetta verði langt ferli áður en eldgos verður. Það er langt síðan eldgos varð þarna (en ekki langur tími í jarðfræðisögunni) á þessu svæði. Það tekur einnig kvikuna tíma til þess að verða nægjanlega mikil svo að eldgos geti hafist og ég tel að því stigi hafi ekki ennþá verið náð svo að eldgos geti hafist á þessu svæði.

Á meðan það eru engar stórar breytingar á þessu svæði þá ætla ég að fækka aðeins greinunum. Þar sem það er ekkert gott að skrifa mjög margar greinar um sama svæðið ef ekkert mikið er að gerast. Ég þekki það af reynslu eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til 2015.

Styrkir

Það er hægt að styrkja þessa vinnu mína með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hægt er að senda mér tölvupóst ef fólk vill millifæra á mig beint. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Flutningur til Íslands

Í næstu viku flyt ég aftur til Íslands (flutningstímabilið er 14 til 18 Febrúar) og þá verður aðeins færra um uppfærslur á þessari vefsíðu vegna þess. Ég mun reyna að uppfæra eins fljótt og hægt er ef eitthvað gerist. Hefðbundnar uppfærslur hefjast um leið og ég er kominn með búslóðina mína aftur í upphafi Mars og á sama tíma mun ég laga jarðskjálftamælana hjá mér og því munu uppfærslur á jarðskjálftum og skráning þeirra hefjast aftur hjá mér á sama tíma. Þá get ég farið að gefa upplýsingar um þá jarðskjálfta sem verða í frekari atriðum ég get núna í dag.

Jarðskjálftavirkni á svæði fjallsins Þorbjörn

Í dag (27-Janúar-2020) klukkan 18:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er í eldstöðinni sem er innan eldstöðvarkerfisins Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu norðan við Grindavík og norðan við fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu mánuði. Núverandi þensla er um 4mm á dag samkvæmt síðustu fréttum og mælingum með GPS.

Jarðskjálftahrina austan við Grindavík

Í dag (22-Janúar-2020) hófst jarðskjálftahrina austan við Grindavík á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,6. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,6. Allir þessir jarðskjálftar fundust en stærstu jarðskjálftarnir fundust yfir mjög stórt svæði.


Jarðskjálftahrinan austan við Grindavík í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð en hugsanlegt er að ný jarðskjálftahrina hefjist aftur á sama svæði eða nærri þessu svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina varð.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga

Þessi grein er aðeins seint á ferðinni.

Jarðskjálftahrinan austan við Fagradalsfjall jókst aftur í gær (16-Desember-2019). Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa orðið þarna meira en 1200 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu 10 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp aftur á þessu svæði. Þetta virðast vera brotajarðskjálftar sem þarna eiga sér stað.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í dag (15-Desember-2019) klukkan 07:10 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Í kringum 190 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar jarðskjálftar voru í jarðskorpunni og voru ekki tengdir kvikuhreyfingum og þarna er líklega hreyfing á sigdal sem er hugsanlega að myndast þarna. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða ekki. Það er algengt að jarðskjálftahrinu þarna stoppi í nokkra klukkutíma og haldi svo áfram. Það er einnig þekkt að jarðskjálftahrinur þarna hætti snögglega.

Lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í morgun (11-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og varð klukkan 06:06 og fannst í Grindavík.


Jarðskjálftahrinan norður af Grindavík (vestari stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin flekavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga

Í dag (6-Febrúar-2019) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program og varði það eldgos í fimm daga en var úti fyrir ströndinni.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Þegar þessi grein er skrifuð er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grindavík en það er næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Yfir 160 jarðskjálftar hafa mælst hingað til í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina í Bláfjöllum [uppfærð]

Í dag (13-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Jarðskjálftahrinan byrjaði rólega og var eingöngu með smáskjálfta framan af degi. Klukkan 20:17 kom jarðskjálfti með stærðina 4,1 og fannst sá jarðskjálfti víða.


Jarðskjálftahrinan í Bláfjöllum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 4,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Það þýðir að ennþá er möguleiki á að það komi fram jarðskjálftar sem verða stærri en 3,0 á næstu klukkutímum til dögum.

Nýjar upplýsingar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu í Bláfjöllum í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 4,1 og 4,2. Aðeins nokkrar sekúndur eru á milli þessara jarðskjálfta.


Nýjasta myndin af jarðskjálftavirkninni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 14-September-2018 klukkan 13:24.