Gas kemur frá Öræfajökli

Það var sagt frá því í fréttum í dag að gas kæmi frá Öræfajökli í lóni sem er suður af jöklinum. Það er ekki ljóst á fréttum hvenær þetta gasstreymi uppgötvaðist. Hinsvegar er þetta gasstreymi það lítið að Veðurstofan hefur ekki náð að safna næganlegu gasi til þess að greina hvaða gastegundir eru hérna á ferðinni. Líklegast er um að ræða CO2 og SO2 gas frá Öræfajökli. Það hefur verið mjög rólegt í Öræfajökli undanfarið og tengist það hugsanlega að sumar eldstöðvar verða mjög rólegar áður en eldgos hefst samkvæmt rannsókn inn í þetta fyrirbæri hjá eldstöðvum (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku).

Hvað þetta þýðir er óljóst á þessari stundu. Jarðskjálftavirkni er í lágmarki í Öræfajökli þessa stundina. Það er möguleiki á því að þessi gasvirkni þýði að fleiri jarðskjálftar muni verða fljótlega jafnvel þó svo að ekkert eldgos verði. Það er óljóst hvað gerist áður en eldgos verður í Öræfajökli þar sem síðasta eldgos í Öræfajökli varð árið 1727 þann 3 Ágúst til 1728 1 Maí.


Það er rólegt í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frétt Rúv

Loftbólur á yfirborði Kvíárlóns

Fersk jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (vika 6)

Aðfaranótt 4-Febrúar-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti var upphafið af jarðskjálftahrinu í Öræfajökli sem er ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg fyrir Öræfajökul þessa mánuðina. Fjöldi jarðskjálfta sem er að eiga sér stað í Öræfajökli virðist vera að aukast. Það þýðir að innflæði kviku í Öræfajökul er ennþá í gangi með svipuðum hætti og hefur verið.

Flutningur á hýsingu

Vegna Brexit þá mun ég flytja hýsinguna frá Bretlandi til Bandaríkjanna í þessari viku. Almennt ætti fólk ekki að taka eftir þessari breytingu en það getur tekið DNS upp undir 48 klukkutíma að uppfærast hjá fólki. Breytingin getur tekið allt að 48 klukkutíma á hægari DNS þjónum (ef fólk er með DNS stilltan á routerinn hjá sér þá getur þetta tekið allt að 48 klukkutíma).

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (6-Janúar-2019) hófst ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,4. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi en það er ekki mikil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað eins og er hefðbundið fyrir Öræfajökul. Þessi jarðskjálftavirkni er innan þeirra marka sem hefur verið að gerast í Öræfajökli síðan árið 2017.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (8-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina varð í norðurhluta öskju Öræfajökuls eða rétt fyrir utan öskjuna.


jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru með stærðina 0,2 til 0,8. Þessi virkni er eðlileg fyrir Öræfajökul um þessar mundir.

Tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli

Í dag (1-Desember-2018) voru tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli.


Jarðskjálftahrinur í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessum jarðskjálftahrinum voru með stærðina 1,1 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það sem er óvenjulegt núna er að það koma fram tvær jarðskjálftahrinur fram núna. Venjulega hefur bara orðið ein jarðskjálftahrina í Öræfajökli á síðustu mánuðum. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari breytingu ef þetta heldur svona áfram.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli

Ég sameina þetta í eina grein til þess að spara tíma þar sem ég þarf að mæta í vinnu klukkan 07:00 (þangað til 23-Október-2018).

Öræfajökull

Síðan í gær (01-Október-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Það hefur orðið um annar tugur lítilla jarðskjálfta í þessari hrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 og fannst á nálægum sveitabæjum. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

Bárðarbunga

Jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,6 urðu í Bárðarbungu í dag. Minni jarðskjálftinn varð snemma í morgun en sá seinni varð klukkan 13:08. Það hefur ekki komið fram nein jarðskjálftahrina í kjölfarið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Þetta er núna hefðbundin virkni í Bárðarbungu síðan eldgosinu 2014 – 2015 í Holuhrauni.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (26-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,0 til 0,5.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er vegna þess að kvika er að safnast saman í Öræfajökli. Þessi kvikusöfnun er mjög hægfara og safnast kvikan mjög hægfara innan í eldstöðinni. Þessi kvikusöfnun stöðvast einnig stundum um stuttan tíma. Þetta ferli mun halda áfram um talsvert langan tíma í viðbót.

Samfélagsmiðlar

Ég hef ákveðið að opna samfélagsmiðla hjá mér þar sem ég tek myndir.

Ég er með Instagram hérna (einnig hægt að leita að jonfr500)
Snapchat hjá mér er jonfr500

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í kvöld (21-September-2018) klukkan 21:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Í kjölfarið kom hrina af litlum jarðskjálftum og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á nálægum sveitabæjum. Sérstaklega þeim sem eru í rót Öræfajökuls. Undanfarnar vikur hafa stærðir jarðskjálfta í Öræfajökli aðeins verið að aukast en þetta er ekki mikil breyting þessa stundina.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (23-Ágúst-2018) hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera þróast með sama hætti og fyrri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað í Öræfajökli. Jarðskjálftahrinur eiga sér eingöngu stað í Öræfajökli þegar kvika er á ferðinni innan í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Önnur jarðskjálftavirkni hefur verið með svipuðum hætti og áður og flestir jarðskjálftar hafa verið með stærðina 0,0 til 1,0. Kvikan sem er á ferðinni í Öræfajökli er mjög hægfara og sýnir það sig í þessari jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram.

Eldgosin í Öræfajökli árin 1362 og 1727 voru hugsanlega stærri en talið hefur verið

Samkvæmt fréttum í gær (14-Ágúst-2018) þá voru eldgosin í Öræfajökli árin 1326 og 1727 líklega stærri en talið hefur verið. Þetta er byggt á frumniðurstöðum rannsóknar sem fer núna fram við Öræfajökul.

Samkvæmt þessari rannsókn þá hefur eftirtalið komið í ljós.

  • Öskulag frá eldgosinu 1362 er rúmlega 3 metra þykkt en talið var að það væri aðeins um 0,5 metra þykkt áður. Þetta bendir til þess að eldgosið árið 1362 hafi verið stærra en áður var talið.
  • Eldgígar frá eldgosinu árið 1727 hafa fundist. Eldgosið það ár var líkt eldgosinu í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli að gerð (eldgos sem varð ekki undir jökli).
  • Myndir af kvikunni benda til þess að kvikan sem kemur frá Öræfajökli sé mjög súr og séu mjög háar í gasi. Það er einnig mikið um kristalla í þessari kviku. Hvaða gerð af kristöllum er um að ræða hefur ekki komið fram (var ekki nefnt í fréttinni).

Þessar staðreyndir útskýra núverandi hegðun Öræfajökuls og afhverju jarðskjálftavirkni í Öræfajökli dettur niður í næstum því ekki neitt með nokkura vikna tímabili. Kvikan í Öræfajökli er mjög hægfara og það er mjög mikið af þessari kviku. Núverandi magn er orðið jafn mikið og var í Eyjafjallajökli áður en það eldgos hófst árið 2010 (það er mikill munur á Eyjafjallajökli og Öræfajökli. Samanburður getur því aðeins og orðið mjög takmarkaður).

Frétt Vísir.is.

Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið (Vísir.is)