Jarðskjálftahrina nærri Hveragerði (Suðurlandsbrotabeltið)

Í dag (10-Janúar-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 um 4,9 km austan við Hveragerði. Jarðskjálftinn fannst á stóru svæði. Örfáir minni eftirskjálftar hafa komið fram í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum.


Jarðskjálftahrinan austan við Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé forskjálfti sem er þarna eða bara venjulegur jarðskjálfti. Minnsta tímabil milli jarðskjálfta á Suðurlandsbrotabeltinu eru 10 til 13 ár og síðast urðu þarna tveir jarðskjálftar í Maí 2008 með stærðina Mw6,3.

Jarðskjálftamælanir hjá mér eru ekki virkir vegna hugbúnaðarvandamála í GPS klukkum. Ég mun laga það vandamál í Mars þegar ég er fluttur aftur til Íslands.

Lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rúma 6 km norð-austur af Selfossi

Í dag (13-Febrúar-2018) um klukkan 08:00 hófst jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rétt rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,8 og fannst á Selfossi og nágrenni.


Jarðskjálftahrinan á suðurlandsbrotabeltinu rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast varð jarðskjálftahrina á þessu svæði þann 21-Október-2017 (grein um þá jarðskjálftahrinu er að finna hérna). Ekkert tjón hefur verið tilkynnt vegna þessar jarðskjálftahrinu og það á heldur ekki að búast við tjóni þarna í kjölfarið á svona litlum jarðskjálftum.

Kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandi í gær (20-Október-2017) – smá tjón tilkynnt

Í gær (20-Október-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og ekki er hægt að útiloka stærri jarðskjálfta frá því að eiga sér stað á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandi síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 4,1 en það hafa orðið fjórir jarðskjálftar með stærðina 2,9. Tjón kom varð í gær þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað en helsta tjónið felst í lausamunum sem féllu um og duttu í gólf og brotnuðu auk þess sem myndir skekktust á veggjum. Að auki var tilkynnt um símasambandsleysi á Stokkseyri í einhverja stund eftir stærsta jarðskjálftann en símasamband komst aftur á nokkru síðar samkvæmt frétt Rúv. Stærsti jarðskjálftinn fannst alla leið til Reykjavíkur og Akranes og austur til Hellu samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á suðurlandsbrotabeltinu. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu mánuðum hvort að það sé raunin eða ekki.

Jarðskjálftahrina á Suðurlandsbrotabeltinu

Í dag, þann 6-Maí-2017 klukkan 12:08:58 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 – 4,5 á suðurlandsbrotabeltinu, nærri Árnesi, nokkru vestan við Heklu. Jarðskjálftinn fannst víða á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni. Annar jarðskjálfti varð einni mínútu seinna og var sá jarðskjálfti með stærðina 3,3. Jarðskjálftinn varð á svæði sem líklega olli stórum jarðskjálfta á árunum 1623 eða 1624 (sjá hérna á ensku). Jarðskjálftinn sem varð í dag er ekki nægjanlega stór til þess að vera flokkaður sem suðurlandsskjálfti en eingöngu jarðskjálftar sem eru stærri en 5,5 fá þann titil. Engu að síður er þetta mesta jarðskjálftavirkni á suðurlandsbrotabeltinu í langan tíma.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandsbrotabeltinu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálfta með stærðina 4,4 til 4,5 og jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælurinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælirinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Það er vona á eftirskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu daga. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stór jarðskjálfti í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki en það er engin leið til þess að vita það fyrirfram.

Smáskjálftavirkni á Íslandi þann 28-September-2016

Hérna er stutt grein um þá smáskjálftavirkni sem hefur átt sér stað á Íslandi þann 28-September-2016. Sumar af þessum jarðskjálftahrinum hófstu fyrir einhverjum dögum síðan og hafa verið í gangi fram til 28-September-2016.

Kolbeinsey

Þetta er stærsta jarðskjálftahrinan í þessu yfirliti. Þann 28-September-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Kolbeinsey og þar urðu nokkrir jarðskjálftar sem voru með stærðina nokkuð yfir þrjá en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er erfitt að meta raunstærð og dýpi rétt. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Kolbeinsey varð árið 1755 og hefur ekkert eldgos verið skráð síðan. Það geta hinsvegar hafa orðið eldgos þarna án þess að nokkur yrði þeirra var enda er svæðið langt frá landi og mjög afskekkt.

Austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Austan við Grímsey hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi síðustu daga. Á svæði þar sem er hugsanlega eldstöð. Sú jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu daga virðist eiga uppruna sinni í flekahreyfingum á þessu svæði en ekki eldstöðvarvirkni, þar sem hreyfing Tjörnesbrotabeltisins á þessu svæði er 20mm á ári, rekhreyfingin á þessu sama svæði er aðeins 5mm á ári. Sjá mynd sem útskýrir þetta allt saman hérna (vedur.is).

160929_0025
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu og í Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Suðurland (Suðurlandsbrotabeltið, SISZ)

Undanfarna vikur hefur lítil jarðskjálftahrina átt sér stað austan við Þjórsárbrú. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir aðeins náð stærðinni 2,1. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og bendir ekki til þess að stór jarðskjálfti sé á leiðinni. Þetta gætu verið eftirskjálftar af stóru jarðskjálftunum árið 2000 og 2008.

160929_0045
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandi austan við Selfoss. Jarðskjálftahrinan er þar sem rauði bletturinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 28-September-2016 nærri Fagradalsfjalli. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,1. Í þessari hrinu urðu 60 jarðskjálftar, þó svo þessi jarðskjálftahrina hafi ekki verið stór í stærð jarðskjálfta þá varð talsverður fjöldi af jarðskjálftum á þessu svæði.

160928_1425
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Örlítið hefur verið um staka jarðskjálfta undanfarið án þess að nokkur frekari virkni eigi sér stað í kjölfarið. Það er ekki alveg ljóst afhverju svona jarðskjálftar verða. Þrátt fyrir að alltaf sé eitthvað um staka jarðskjálfta í hverri viku.

Jarðskjálftavirkni á Íslandi milli viku 42 – 44

Vegna vinnu hef ég ekki getað skrifað mikið hingað inn á síðustu vikum. Þar sem slátursvertíðinni er hinsvegar lokið, þá get ég farið að skrifa hingað inn eins og venjulega. Ég bendi fólki á að styrkja mína vinnu ef það getur með PayPal takkanum, beinum styrkjum eða með því að nota Amazon auglýsinganar ef það verslar af Amazon.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Fyrir nokkru síðan varð jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þetta var lítil jarðskjálftahrina sem fannst á nálægum þéttbýlisstöðum. Enginn jarðskjálfti náði stærðinni 3,0 í þessari hrinu (eftir því sem ég man).

151021_2020
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu þann 21-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið (TFZ)

Þann 30-Október-2015 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 og tveir aðrir jarðskjálftar sem voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

151030_2020
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu þann 30-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur óskyld jarðskjálftahrina sést þarna suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og enginn jarðskjálfti þar náði stærðinni 3,0.

Bárðarbunga

Jarðskjálftavirkni er aðeins farin að aukast aftur í Bárðarbungu. Það eru farnir að koma fram jarðskjálftar með stærðina 3,0 reglulega núna. Að jafnaði á einnar viku fresti. Það bendir til þess að þrýstingur sé aftur farinn að aukast inní eldstöðinni. Þó er líklegt að eitthvað sé í næsta eldgos í Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Tungnafellsjökli. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú staðreynd er að kvikuþrýstingur heldur áfram að aukast inní eldstöðinni. Þó er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað, eða hvenær það muni hugsanlega gjósa.

151102_1635
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eystri Skaftárkatlar

Eftir stærsta skaftárflóð síðan mælingar hófst. Nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að eystri skaftárketillinn hefur stækkað og þá væntanlega vegna aukins jarðhita á svæðinu. Nýlega var flogið yfir eystri skaftárketillinn og hægt er að sjá það myndband hérna (Facebook).

Annað

Ég hef örugglega gleymt að skrifa annað sem hefur gerst á Íslandi á síðustu vikum. Það verður bara að hafa það.

Yfirlit yfir virkni á Íslandi í viku 41

Vika 41 var mjög róleg á Íslandi miðað við síðustu tvær vikur á Íslandi. Hérna er yfirlit yfir það sem var að gerast á Íslandi.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið á suðurlandsbrotabeltinu síðustu viku og undanfarnar vikur. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hefur komið fram hafa verið stórir og flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru minni en 1,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 2,5.

151011_1755
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Það er rólegt í Bárðarbungu að mestu leiti þessa dagana. Jarðskjálftahrinur eiga sér ennþá stað á þessum sömu stöðum og hafa verið virkir undanfarnar vikur. Áhugaverðasti jarðskjálftinn í þessari viku varð í Trölladyngju, stærð þessa jarðskjálfta var eingöngu 0,7 en dýpið var 26,2 km.

151008_2140
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið

Í vikunni hefur verið jarðskjálftavirkni í Herðbreið. Þarna hafa ekki orðið neinir stórir jarðskjálftar ennþá, þarna geta hinsvegar orðið jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

151011_1815
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið og Herðubreiðarfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað djúpt á Reykjaneshrygg þessa vikuna. Þessi jarðskjálfti fannst ekki enda langt frá landi og hugsanlega urðu tveir jarðskjálftar á þessu svæði án þess að þeir mældust. Jarðskjálftamælirinn minn sýnir tvo jarðskjálfta með klukkutíma millibili á svipðum tíma og þessi jarðskjálfti átti sér stað.

151008_2040
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér einnig stað rúmlega 200 km frá strönd Reykjanesskaga eða rúmlega 154 km suður af Eldeyjarboða. Staðsetning þess jarðskjálfta var léleg vegna fjarlægðar frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands.

Lítil jarðskjálftahrina á SISZ (Suðurlandsbrotabeltinu)

Aðfaranótt 12-Júní-2015 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi litla jarðskjálftahrina varð á norðurbrún suðurlandsbrotabeltisins og þetta telst vera mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9.

150612_1250
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð.

hkbz.svd.12.06.2015.at.12.55.utc
Stærsta útslagið á þessari mynd er frá jarðskjálftanum með stærðina 2,9. Þessi mynd er undir Creative Commons Licence, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ástæða þess að útslagið er svona mikið vegna jarðskjálftans sem er með stærðina 2,9 er einföld. Þessi jarðskjálfti átti sér stað mjög nálægt jarðskjálftamælinum. Þegar jarðskjálftar verða mjög nálægt jarðskjálftamælinum, þá sjást þeir mjög vel, jafnvel þó svo að þeir séu mjög litlir.

Lítil jarðskjálftahrina suður af Heklu

Síðastliðna nótt (9-Apríl-2015) hófst lítil jarðskjálftahrina sunnan við Heklu. Þessi jarðskjálftahrina hefur komið vel fram á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð. Þetta er ennþá lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.

150409_2200
Jarðskjálftahrinan sunnan við Heklu, norður af Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd spennubreytingum í jarðskorpunni frekar en virkni í Heklu. Þarna liggja saman sprungusveimur Heklu og Suðurlandsbrotabeltið. Það er mín skoðun að þessi virkni muni ekki auka líkunar á eldgosi í Heklu, það er þó ekki hægt að útiloka það þessir jarðskjálftar séu tengdir breytingum í Heklu sem síðar munu valda eldgosi. Eins og stendur virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi, þó svo að langt sé á milli jarðskjálfta eins og stendur. Ef að stærri jarðskjálfti kemur fram en það sem hefur núna hefur komið þá mun þessi jarðskjálftahrina væntanlega aukast í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftar á þessu svæði hafa náð stærðinni 7,0, síðast varð jarðskjálfti með þessari stærð fyrir rúmlega 103 árum. Það er þó ekkert sem bendir til þess að slíkur jarðskjálfti sé yfirvofandi á þessu svæði eins og stendur.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandi í gærkvöldi

Í gærkvöldi (8-Maí-2014) klukkan 23:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi jarðskjálfti fannst vel á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti virðist hafa verið á N-S brotalínu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (sjá hérna) þá varð þessi jarðskjálfti á brotalínu sem hrökk þann 14-Ágúst-1784 og olli þá jarðskjálfta með stærðina 7,0.

140509_1040
Jarðskjálftinn á suðurlandi. Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140508.231312.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Hægt er að fylgjast með frekari virkni á suðurlandi hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ekki að uppfærast eins og er vegna bilunar í 3G sendi þar sem hann er hýstur. Ég vona að sú bilun verði löguð sem fyrst. Fólk getur síðan einnig fylgst með jarðskjálftavirkni á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.