Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í gær (20-Maí-2017)

Í gær (20-Maí-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,9 og Mw3.8, í kringum 10 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftavirkni er öðruvísi en söguleg virkni í Bárðarbungu á tímabilinu 1970 til 1994 þegar það gaus í Gjálp. Fram að þeim tíma höfðu jarðskjálftar með stærðina 5 orðið einu sinni til tvisvar á ári. Sú virkni sem á sér stað núna bendir til þess að kvika sé að safnast hraðar upp í eldstöðinni en á tímabilinu 1970 til 1994. Ég veit ekki afhverju það er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú breyting hefur orðið á jarðskjálftavirkninni undanfarið að er að jarðskjálftum hefur aðeins fækkað og í staðinn koma stærri og kröftugri jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.

Samkvæmt frétt á Global Volcanism Program þá er mesta kvikusöfnunin í Bárðarbungu á 10 km dýpi og ekkert bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað á minna dýpi. Það er ekki víst að kvikusöfnun þurfi að eiga sér stað á minna dýpi áður en eldgos hefst í Bárðarbungu, þar sem hugsanlegt er að eldgos geti hafist með því að kvikuinnskot fari af stað og valdi eldgosi eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni (2014 – 2015). Það sem hefur verið staðfest er að kvika er að safnast undir Bárðarbungu þessa stundina og eldstöðin er að þenjast út. Þessi kvikusöfnun mun stoppa eða halda áfram þangað til að nýtt eldgos verður í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (17.04.2017) klukkan 11:58 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,2. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega eina klukkustund.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu eftirskjáfltanir voru með stærðina 2,8 en sú tala getur breyst eftir því sem farið verður betur yfir jarðskjálftagögnin og þá er hugsanlegt að ég mundi uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum. Enginn gosórói eða annars skonar órói kom fram á svæðinu í þessari jarðskjálftahrinu.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Snemma morguns þann 19-Nóvember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta í Bárðarbungu núna í lengri tíma og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,0 en sá næst stærsti með stærðina 3,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161119_1635
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þrýstingur vegna kviku sé að aukast hratt innan í Bárðarbungu þessa dagana. Ég hef ekki neinar upplýsingar um það hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út síðan í September-2015 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst, en það hlýtur að vera talsvert þar sem færslan í hverjum jarðskjálfta er einhver (ég veit ekki hvað færslan er mikil í hvert skipti, ég fann ekki þau gögn), Síðasta árið hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu og því ljóst að eldstöðin hefur þanist talsvert út undanfarið ár. Það er ekki ljóst hvort að þessi þensla mun leiða til eldgoss fljótlega eða eftir mjög langan tíma. Það eina sem er vitað fyrir vissu er að kvika er að flæða inn í eldstöðina í grunnstæð kvikuhólf af miklu dýpi.

Áframhaldandi þensla í Bárðarbungu, gasútstreymi óbreytt

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.

Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.

Nýjir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (04-Janúar-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,3 og 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

160104_1855
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina 3,2 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn varð í gær (03-Janúar-2016) og var hann með dýpið 21,5 km og var stærð þessa jarðskjálfta 2,6. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu hefur verið tengd við kvikusöfnun sem á sér stað núna í einu kvikuhólfi í eldstöðinni (þar sem jarðskjálftavirknin er núna að eiga sér stað). Þetta er samkvæmt Kristínu Jónsdóttur í frétt á Rúv í dag. Umrætt kvikuhólf er á 10 til 15 km dýpi inní Bárðarbungu sem er að fyllast og þenjast út núna og það gæti endað í eldgosi. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar slíkt eldgos yrði núna í dag.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun skýri skjálftavirkni í Bárðarbungu (Rúv.is)

Uppfærsla 1

Í nótt klukkan 01:24 þann 05-Janúar-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Bárðarbungu. Þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað í Bárðarbungu undanfarið hafa verið lágtíðniskjálftar og það sést vel á því að SIL kerfið á erfitt með að ákvarða rétta stærð á þeim jarðskjálftum sem þarna eiga sér stað (jarðskjálftar á brotabelti eru oftast metnir sjálfvirkt með rétta stærð).

160105_1055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu þeirra jarðskjálfta sem eru 3,0 eða stærri að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Bárðarbungu er mjög snögg. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu á þessari stundu. Þar sem ekki er um að ræða samfellda jarðskjálftavirkni. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast mjög hratt í kvikuhólfi sem er staðsett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Hvenær það gýs er spurning sem ekki er hægt að svara á þessari stundu. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með og sjá til hvernig þetta þróast.

Grein uppfærð klukkan 11:49 þann 05-Janúar-2016.

Þensla staðfest í Bárðarbungu

Samkvæmt nýlegum mælingum Veðurstofu Íslands þá er eldstöðin Bárðarbunga farin að þenjast aftur út. Samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands þá er þenslan sem er að koma fram ekki mjög mikil sem stendur, það gæti breyst ef magn innflæðis kviku inn í Bárðarbungu breytist snögglega.

KISA.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu sem kemur fram í mælingum í Bárðarbungu. Búið er að leiðrétta fyrir reki, hreyfingum jökla og þenslunni vegna kvikuinnskotsins í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbegingpseqmaperuption.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu eins og hún kemur fram á GPS mælum Veðurstofu Íslands. Örvarnar sýna stefnu GPS stöðvanna, hversu mikil þenslan er á hverri stöð. Búið er að leiðrétta fyrir sömu hlutum og nefnt er að ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vandamálið hérna er að Bárðarbunga er ennþá að síga eftir eldgosið í Holuhrauni og taka breytingum vegna þess. Stóra spurningin er hvort að þetta innflæði kviku muni stoppa það ferli eða breyta því. Það er einnig ekki ennþá ljóst hversu mikið álag eldstöðin ræður við eftir allt sigið fyrr á árinu. Það er einnig ekki ljóst hvernig þetta mun þróast á næstunni. Það er mitt mat að möguleikinn á nýju eldgosi í Bárðarbungu er mjög mikill vegna þessar kvikusöfnunar en það sem er ekki ljóst er hversu langan tíma þetta mun taka og hversu mikil kvika þarf að safnast fyrir í eldstöðinni áður en eldgos hefst. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með breytingum sem koma fram á mælum í kringum Bárðarbungu.