Uppfærsla tvö á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga austan við Fagradalsfjall

Í gær (19-Desember-2019) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 austan við Fagradalsfjall. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálfti var áframhald að jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði þann 15-Desember-2019. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað talsvert á þessu svæði síðan jarðskjálftavirknin var sem mest.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engar frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftavirkni eins og stendur. Ég beið í gær eftir því hvort að eitthvað fleira mundi gerast en það gerðist ekki. Það getur eitthvað fleira gerst síðar þarna eða alls ekki.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga

Þessi grein er aðeins seint á ferðinni.

Jarðskjálftahrinan austan við Fagradalsfjall jókst aftur í gær (16-Desember-2019). Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa orðið þarna meira en 1200 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu 10 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp aftur á þessu svæði. Þetta virðast vera brotajarðskjálftar sem þarna eiga sér stað.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í dag (15-Desember-2019) klukkan 07:10 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Í kringum 190 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar jarðskjálftar voru í jarðskorpunni og voru ekki tengdir kvikuhreyfingum og þarna er líklega hreyfing á sigdal sem er hugsanlega að myndast þarna. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða ekki. Það er algengt að jarðskjálftahrinu þarna stoppi í nokkra klukkutíma og haldi svo áfram. Það er einnig þekkt að jarðskjálftahrinur þarna hætti snögglega.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu (1-Desember-2019)

Þann 1-Desember-2019 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Það urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Það komu einnig fram talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum fram í þessari jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í dag fyrir Bárðarbungu og hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015. Það er alltaf von á meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu án nokkurar viðvörunar. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu í nálægri framtíð.