Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (20-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinunni er lokið þegar þessi grein er skrifuð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna spennu í jarðskorpunni eða vegna kvikuhreyfinga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur á þessu svæði síðustu vikur eftir að þenslan og jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni Reykjanes (Þorbjörn) en það er ekki vitað hvort að þessi virkni í Krýsuvík tengist virkninni í eldstöðinni Reykjanes.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.