Facebook síða þessa bloggs

Ég er búinn að setja upp Facebook síðu þessa bloggs, og hægt er að nálgast hana hérna. Ég mun setja inn tilkynningar um nýjar færslur þarna, og þetta mun gera fólki fært að fylgjast með nýjum bloggfærslum án þess að þurfa bæta mér við á Facebook.

Jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul

Í dag klukkan 17:24 varð jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul. Þessi jarðskjálfti er líklega brotaskjálfti sem þarna eiga sér oft stað. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna eigi sér stað jarðskjálftar sem eru undanfari eldgos. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og hefur eitthvað dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á. Nokkrir forskjálftar voru fyrir stærsta jarðskjálftan. Þeir voru með stærðina 2,1 til 2,8. Þessir jarðskjáfltar komu fram á jarðskjálftamælum sem ég er. Hægt er að skoða mælingar þeirra hérna á vefsíðu sem ég er með.

130329_2145
Jarðskjálftahrinan í Langjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu klukkutímum. Það er ekki neitt sem bendir til annars. Ef þessi jarðskjálftahrina tekur sig upp. Þá mun ég bara skrifa um það hérna eins fljótt og hægt er. Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði á Íslandi. Þó svo að þarna verði ekkert mjög oft jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.

Engar auglýsingar á blogginu eða jarðskjálftavefsíðunum

Ég hef ákveðið að taka út allar auglýsingar. Hvort sem það er á bloggunum hjá mér eða á vefsíðunum sem eru með jarðskjálftagröfin. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú staðreynd að auglýsignar skila ekki mjög miklum tekjum til mín hvort sem er. Taka upp mikið pláss á vefsíðunni hjá mér og auka þann tíma sem það tekur fyrir fólk að hlaða bloggsíðunni upp.

Í staðinn ætla ég mér að treyst á stuðning fólks sem vill styrkja mig beint. Þeir sem styrkja mig fá e-bók að þegar ég hef lokið við að skrifa slíkt. Hvort sem um er að ræða smásögur eða heilar bækur. Það tekur mig þó tíma að skrifa sögur. Þar sem hugmyndavinna og slíkt tekur yfirleitt langan tíma hjá mér. Hægt er að styrkja mig í gegnum Paypal. Ég á eftir að kanna það hvort að óhætt sé fyrir mig að setja bankanúmerið og kennitöluna hingað inn fyrir þá sem ekki vilja nota Paypal þjónustuna. Annars mun ég setja inn SWIFT og IBAN kóðan á íslensku bankabókinni minni í staðinn ef ég tel að hitt sé ekki öruggt.

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið. Þetta blogg er tilkomið vegna þess að mér fannst nauðsynlegt að skrifa sérstaklega á íslensku um þær jarðhræringar sem verða á Íslandi. Jarðskjálfta, eldgos og slíkt. Í þessu bloggi þá er einnig einfaldara að fá yfirlit yfir það sem er að gerast á Íslandi. Í staðinn fyrir að ég sé að blanda þessu í almenn skrif eins og ég hef verið að gera undanfarin á upprunalega blogginu mínu á jonfr.com.

Ég mun uppfæra þetta blogg eftir þörfum, og oftast nær eingöngu ef eitthvað er að gerast á Íslandi. Slíkt kerfi tryggir að ég geti skrifað inn á þetta blogg og fleiri blogg sem ég er einnig með núna í dag. Það getur liðið talsvert langt á milli uppfærsla ef ekkert er að gerast á Íslandi. Enska útgáfu af þessu bloggi er að finna hérna fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa eldri blogg færslur þar um jarðskjálfta og eldfjallavirkni á Íslandi síðan ég stofnaði það blogg árið 2011.